Select Page

Við aðstoðum fyrirtæki, veitingastaði, starfsmanna- og húsfélög við að koma flöskum og dósum í Endurvinnsluna, gegn vægu gjaldi.

Við sérhæfum okkur í því að aðstoða fyrirtæki, veitingastaði, starfsmanna- og húsfélög við að safna og skila flöskum og dósum í Endurvinnsluna á einfaldan og skilvirkan hátt. Þjónustan okkar felur í sér að sækja umbúðirnar, sjá um flokkun ef þörf krefur og tryggja að þær skili sér á réttan stað til endurvinnslu. Við veitum þessa þjónustu gegn vægu gjaldi og leggjum þannig okkar af mörkum til að auðvelda umhverfisvænar lausnir fyrir okkar viðskiptavini.”

DREKKTU NJÓTTU ENDURNÝTTU

VIÐ ENDURVINNUM EFTIRFARANDI DRYKKJARUMBÚÐIR

PLAST

Plastflöskur fyrir ávaxtasafa
Plastflöskur fyrir gosdrykki
Plastflöskur fyrir orkudrykki
Plastflöskur fyrir vatn
Plastflöskur fyrir áfengi

GLER

Glerflöskur fyrir áfengi
Glerflöskur fyrir bjór
Glerflöskur fyrir ávaxtasafa
Glerflöskur fyrir gosdrykki
Glerflöskur fyrir orkudrykki

ÁL

Áldósir fyrir gosdrykki
Áldósir fyrir orkudrykki
Áldósir fyrir bjór

Þjónusta við fyrirtæki

Við bjóðum fyrirtækjum þjónustu sem felur í sér útvegun á söfnunarílátum fyrir flöskur og dósir. Við sjáum um að sækja ílátin og telja innihaldið gegn hluta af skilagjaldinu, en afgangurinn er greiddur til fyrirtækisins eða starfsmannafélagsins.

Auk þess getum við heimsótt fyrirtæki til að skipuleggja þjónustuna í samræmi við þarfir þeirra. Við bjóðum söfnunarílát í ýmsum stærðum sem henta mismunandi aðstæðum.

Þjónusta við húsfélög

Við bjóðum húsfélögum upp á þjónustu þar sem við sækjum flöskur og dósir, teljum þær og látum hluta skilagjaldsins renna til okkar, á meðan afgangurinn fer til húsfélagsins.

Við útvegum hentug söfnunarílát sem staðsett eru í sorpgeymslu húsfélagsins og sjáum um að tæma þau reglulega eftir þörfum. Þessi lausn gerir íbúum kleift að losa sig við flöskur og dósir á þægilegan hátt, samhliða öðrum úrgangsflokkum sem eru flokkaðir í sorpgeymslunni.

Önnur þjónsta

Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu þar sem við sækjum dósirnar á söfnunarstað og sjáum um flokkun og talningu gegn þóknun.

Með þessu sparast mikill tími og óþrifnaður, sem gerir félögum og hópum kleift að einbeita sér alfarið að söfnuninni sjálfri. Dósasöfnun veitir einnig aðstoð við undirbúning og skipulag söfnunarinnar.

Auk þess mælum við reglulega á tónleika, íþróttamót, úthátíðir og aðra viðburði til að tryggja að söfnunin sé sem áhrifaríkust og skili sem mestum árangri fyrir ykkar hóp eða félag.

Hafðu samband

Við erum hér til að aðstoða þig. Hafir þú spurningu, ábendingu eða kvörtun getur þú náð til okkar með því að fylla út formið hér. 

2 + 5 =

Taktu þátt!

Við leggjum okkar af mörkum til að hvetja fólk til að endurvinna tómar drykkjarumbúðir – hvar sem það er og hvað sem það er að gera.

Við miðlum hvetjandi og áhrifaríkum skilaboðum sem ekki aðeins hvetja til endurvinnslu heldur einnig breyta hugsunarhætti fólks um gildi tómu drykkjadósarinnar.

Ef þú vilt slást í för með okkur í átt að 100% endurvinnslu á drykkjadósum, þá langar okkur að heyra frá þér.

Hafðu samband við okkur og við skulum vinna saman að því að láta hverja dós skipta máli!

DREKKTU NJÓTTU ENDURNÝTTU